Fréttir

Markviss móðurmálskennsla

DE205EAA-CD21-4FA0-A649-74B93B788317

Hvers virði er islenska?

1198CC2A-9480-4A99-8379-0E0496290870

 

 

 

„Takk, Ísland – í tilefni aldar afmæli Litháens og Íslands“

Félag Litháa á Íslandi tekur árlega þátt í viðburðum Menningarnætur. Við vorum mjög heppin í ár að fá frábært tækifæri til að fagna aldar afmæli Litháens og Íslands. Viðburður var skipulagður, bæði fyrir börn og fullorðna, þar sem áhersla var lögð á íþróttir, söng og pylsukeppni. Ákveðið var að halda körfuboltakeppni þar sem keppendur fengu 5 möguleika til að skjóta í körfu. Tveir bestu skutu svo aftur 5 sinnum og þá var sigurvegari verðlaunaður. Körfubolti varð fyrir valinu því Litháen er heimsþekkt fyrir einstakan árangur í körfubolta. Einnig var haldin fótboltakeppni þar sem keppendur fengu aðeins eitt tækifæri til að að skjóta beint í markið eftir sendingu fótboltamarkvarðar.

4BE6EAC0-FE5D-48F8-BC0C-8FA9C950F08D

Það þarf engar útskýringar út af hverju fótbolti varð fyrir valinu en Íslendingar urðu heimsfrægir fyrir að komast inn á Heimsmeistaramótið 2018. Fótboltakeppnin vakti mikla lukku hjá krökkunum. Einnig voru sungin litháisk þjóðlög og sýndir litháískir þjóðbúningar. Sagt er að þjóðarréttur íslendinga séu pylsur svo það voru að sjálfsögðu grillaðar pylsur og haldin keppni um hver gæti borðað mest afpylsum á einni mínútu.

F41F7056-2164-4DCC-BB43-A8D8572B797A

Það var hörð keppni á milli krakkana og var gaman að fylgjast með þeim. Elstu stelpur litháiska móðurmálskólans „Þrír litir“ voru með andlitsmálningu í íslensku og litháísku fánalitunum. Frábært veður, brosandi fólk og skemmtileg dagskráFélags Litháa á Íslandi fegraði Menningarnótt og við erum strax spennt að taka þátt aftur á næsta ári.

Litháískir litir og tónhefðir á Íslandi

20170819_160451

Á Íslandi um miðjan ágúst ár hvert er haldin Menningarnótt í höfuðborg landsins Reykjavík. Menningarnótt er samstarfs verkefni margra aðila bæði innlendra og erlendra sem taka þátt með beinum eða óbeinum hætti. Dagskráin er mjög litrík og fjölbreytileg og  þátttakendur upplifa eitthvað nýstárlegt og skemmtilegt. Söfn eru opin, stofnanir og einkaaðilar bjóða upp á ýmsa menningatengda viðburði í húsum sínum. Hápunktur hátiðarinnar er við lok hennar með flugelda sýningu.
Í tilefni að aldar afmæli litháíska lýðveldisins, bauð félag Litháa á Íslandi upp á dagskrá til að kynna litháíska menningu sem einn af viðburðum á menningarnótt. Þjóðdansa og söngva hópurinn “Uosinta” frá þjóðmenninga deild Háskólans í Vilnius kom og sýndi áhugavert söngva og dans prógram í litháískum þjóðbúningum frá ýmsum héruðum landsins. Boðið var  upp á tvær sýningar. 18. ágúst var sýning í menningamiðstöðinni Gerðubergi í samstarfi þjóðdansa félag Reykjavikur þar sem  þátttakendur upplífðu dans og þjóðlaga menningu saman og í sitt hvoru lagi. Eftir sýningu fóru litháisku gestirnir í  félagsheimili þjóðdansfélag Reykjavíkur, þar sem gestgjafarnir buðu  upp á veitingar og kynntu íslenskra þjóðbúninga menningu. Náðu hóparnir mjög vel saman, deildu, upplifðu reynslu hvors annars og höfðu gaman af. Litháíski dans hópurinn lagði á borð með sér nokkra þekkta litháíska rétti, og var ostur “Džiugas” afar vinsælt hjá íslensku börnum.

20170819_164520 20170818_184729

Seinni sýningin, sem var aðal sýning hópsins “Uosinta” var í tónlistarhúsinu Hörpu 19 ágúst. Áhorfendur gátu upplifað og tekið virkan þátt í sýningunni með dans og söng. Félagar frá þjóðdansa félagi Reykjavíkur komu og tóku þátt. Eftir sýninguna fór hópurinn út, og stilti sér upp á Hörputorgi undir berum himni og tóku létt danspor og sungu fyrir nærstadda. Fólkið heillaðist af framkomu hópsins og búningum, og vildi fræðast meira um litháíska menningu og síði.

Þessi menningaviðburður til að minnast 100 ára árstíðar litháíska lýðveldsins tókst mjög vel í alla staði og almenn ánægja með útkomuna.

20170819_151337

Giedre
Tadas murari
Námstefnan Vinabrú var haldin á Íslandi árið 2016

13575556_1803293603246147_1467884496_o

10603588_915909165116905_6510764323308874419_n

Vinabrú er samstarfsvettvangur móðurmálsskóla Lítháískra innflytjenda í Evrópu sem tengir saman alla skólana, kennara, nemendurnar, foreldrana og opinberum aðilum er boðið. Árlega er haldin námsstefna í einhverju aðildarlandi Vinabrúar.

Markmið námsstefnunnar Vinabrú er:

  • Að tengja saman alla þá er koma að kennslu í litháísku utan Litháens, deila reynslu, vinna að bættum kennsluháttum og vinna að skóla- og foreldrasamstarfi.

Tilgangur Vinabrúar er:

  • Að kennarar kynni sér nýjungar í móðurmálsskennslu og ræði sín á milli hvað betur megi fara, ásamt því að deila upplýsingum og reynslu.
  • Að litháískir foreldrar hvar sem er í Evrópu geti sótt fyrirlestra og skapandi námskeið er varða  móðurmálskennslu í litháísku.
  • Að Litháar sem búa erlendis geti lært litháísku, tekið þátt í skólastarfi og fengið kennslu í litháísku sem hæfir þeirra aldurshóp. Ásamt því að fá æfingu í notkun síns móðurmáls.
  • Að þátttakendur geti fræðst um stöðu móðurmálsins í þar sem þeir eru búsettir.
  • Eftir því sem við er komið er opinberum aðilum í því landi sem námsstefnan er haldin kynnt staða lítháiskunnar sem móðurmáls meðal innflytjenda.

Hugmyndin að Vinabrú varð til árið 2005 í samfélagi litháa í Svíþjóð í samstarfi við litháíska móðurmálsskólann Saulė í Stokkhólmi.

Vinabrú hefur verið haldin í Svíþjóð (2015, 2014), Írlandi (2006, 2011 og 2012), Þýskalandi (2007, 2010), Spáni (2008), Bretlandi (2009),  Ítalíu (2013) og Noregi (2015).

Árið 2016 verður námstefnan Vinabrú haldin á Íslandi dagana 10 -12 júní. Munu gestir fá að upplifa eyju elds og ísa ásamt stórbrotinni náttúru og kynnast íslenskri menningu á flekaskilum Ameríku og Evrópu.

12193766_10207918708071455_2285536776778822580_n

3 JÁ og 1nei frá Murtu Maríu og litháíski sönghópurinn “Gija” komst áfram

Sönghópurinn Gija á Menningarnótt 2015

11896943_10207466028794756_2055869337_n

11894878_10207465919872033_1016031234_o

11900980_10207465922712104_1709930421_o

Sönghópurinn Gija fékk styrk úr Menningarnæturpotti Landsbankans og var með tónleika á Listasafni Einars Jónssonar á Menningarnótt 2015.

Litháíski móðurmálsskólinn “Þrír litir” fagnaði tíu ára afmæli
Morgunblaðið 2014 09 17

Morgunblaðið 2014 09 17

Fréttablaðið 2014 09 17

Fréttablaðið 2014 09 17